Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, veitti í gær leikkonunum Isabelle Huppert frá Frakklandi og Vicky Krieps frá Luxemborg og ítalska leikstjóranum Luca Guadagnino heiðursverðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.
Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Gísli Snær Erlingsson, mun sitja fyrir svörum á Bransadögum RIFF 2. október kl. 16 í Norræna húsinu og meðal annars ræða sína framtíðarsýn.
Tuttugasta RIFF hátíðin hefst 28. september og mun standa til 8. október í Háskólabíói. Opnunarmyndin er Tilverur, frumraun Ninnu Pálmadóttur og lokamyndin er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos sem hlaut Gullna ljónið í Feneyjum fyrr í mánuðinum.
Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttur verður opnunarmynd RIFF (Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík) 2023, sem hefst 28. september. Stikluna má skoða hér.