HeimEfnisorðRIFF 2019

RIFF 2019

„Munaðarleysingjahælið“ hlaut Gullna lundann á RIFF

Verðlaunaafhending á RIFF 2019 fór fram í gærkvöldi og hlaut kvikmyndin Munaðarleysingjaheimilið (The Orphanage) eftir Shahrbanoo Sadat Gullna lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum.

„End of Sentence“ opnunarmynd RIFF, almennar sýningar hefjast í dag

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins var frumsýnd í gærkvöld á opnun RIFF, en almennar sýningar hefjast í dag í Háskólabíói. Elfar og annar aðalleikari myndarinnar, John Hawkes, ræddu við áhorfendur eftir sýningu í gær en sérstakur viðburður þar sem Hawkes ræðir feril sinn verður í dag föstudag kl. 16 í Norræna húsinu.

Framleiðandinn Katja Adomeit með fyrirlestur á RIFF

Katja Adomeit framleiðandi er einn af heiðursgestum RIFF og heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 4. október kl. 16. Nokkrir aðrir stíga einnig á stokk á þessari uppákomu sem kallast RIFF Talks.

Heimildamyndin „Veröld sem var“ frumsýnd á RIFF

Heimildamyndin Veröld sem var eftir Ólaf Sveinsson verður frumsýnd á RIFF. Í myndinni er annarsvegar hópi ferðalanga fylgt í fimm daga gönguferð á vegum Ferðafélagsins Augnabliks um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við, en hinsvegar er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Engar stjörnur mæla með þessum fimm myndum á RIFF 2019

Engar stjörnur, gagnrýnendasveit kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær fimm kvikmyndir á RIFF sem hópurinn er spenntastur fyrir.

Helstu póstar á RIFF 2019

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 26. september næstkomandi með frumsýningu á kvikmyndinni End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur 6. október með frumsýningu á Parasite eftir Bong Joon-ho sem vann Gullpálmann í Cannes í vor.

RIFF dagskráin liggur fyrir

RIFF 2019 stendur yfir dagana 26. september til 6. október og fer hátíðin að mestu fram í Bíó Paradís. Líkt og fyrri daginn eru fjöldi bíómynda, heimildamynda og stuttmynda á dagskrá auk margskonar viðburða. Franska leikstýran Claire Denis er sérlegur heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni.

Hollywood Reporter lofar „End of Sentence“, Íslandsfrumsýning á RIFF 

End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins fær góða dóma í The Hollywood Reporter, en myndin verður frumsýnd á Íslandi á næstu RIFF hátíð sem hefst í lok september.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR