Þáttaröðin Skvís í leikstjórn Reynis Lyngdal kemur í Sjónvarp Símans í lok mars. Tanja Björk Ómarsdóttir, Hlín Ágústsdottir, Ólöf Birna Torfadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir skrifa handrit.
Sjónvarpsmyndin Sóttkví verður sýnd á páskadag, 4. apríl, á RÚV. Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Birnu Önnu Björnsdóttur og Auðar Jónsdóttur. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með helstu hlutverk.
Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð milljónir í framleiðslu og hefur sýningarrétturinn verið seldur til í Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Tékklands, Lettlands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Viðræður um framhald eru þegar hafnar, segir mbl.is.
Mynd Reynis Lyngdal, Frost, keppir um "óskarsverðlaun hryllingsins", gullnu hauskúpuna, á Screamfest, einni kunnustu hryllingsmyndahátíð heims. Hátíðin stendur yfir frá 8. til 17. okt. í...
Tökur eru hafnar á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið. Þættirnir eru óbeint framhald þáttanna Hamarinn sem sýndir voru á RÚV 2011. Sama teymi gerir þættina; Reynir Lyngdal leikstýrir, Björn Hlynur Haraldsson fer með aðalhlutverk, Sveinbjörn I. Baldvinsson skrifar handrit og Snorri Þórisson og Lilja Ósk Þórisdóttir framleiða fyrir Pegasus. Víðir Sigurðsson sér um myndatöku. Tökur fara meðal annars fram á Snæfellsnesi.