Stikla þáttaraðarinnar Dimma hefur verið opinberuð. Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans 12. september. Sænski leikstjórinn Lasse Hallström leikstýrir en verkið byggir á skáldsögu Ragnars Jónassonar.
Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun vera kominn til landsins að hefja undirbúning þáttaraðar sem byggð er á bók Ragnars Jónassonar Dimmu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stendur að verkefninu í samvinnu við True North.
Tvö verkefni sem Jón Atli Jónasson kemur að sem handritshöfundur hafa verið valin á fjármögnunar- og kynningarmessur í vor. Þetta eru annarsvegar finnska þáttaröðin Arctic Circle sem verður kynnt á MIPDrama Buyers’ Summit í Cannes þann 8. apríl og hinsvegar þáttaröðin Violator sem kynnt verður á fjármögnunarmessunni In Development sem fram fer 10.-11. apríl á sama stað.