spot_img
HeimEfnisorðRagnar Jónasson

Ragnar Jónasson

Ólafur Darri segir þjónustuhluta kvikmyndagerðar hafa skapað vettvang fyrir sköpunarbylgju í gerð þáttaraða

Deadline fjallar ítarlega um íslenska kvikmyndagerð, sér í lagi gerð leikinna þáttaraða, á vef sínum. Rætt er við Ólaf Darra Ólafsson hjá Act 4, Andra Ómarsson hjá Glassriver, Kristinn Þórðarson hjá True North og Ragnar Jónasson hjá Dimmu Pictures um alþjóðlega samvinnu við gerð sjónvarpsefnis.

[Stikla] Þáttaröðin DIMMA hefst 12. september í Sjónvarpi Símans

Stikla þáttaraðarinnar Dimma hefur verið opinberuð. Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans 12. september. Sænski leikstjórinn Lasse Hallström leikstýrir en verkið byggir á skáldsögu Ragnars Jónassonar.

Lasse Hallström gerir þáttaröð á Íslandi byggða á bókum Ragnars Jónassonar fyrir CBS

Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun vera kominn til landsins að hefja undirbúning þáttaraðar sem byggð er á bók Ragnars Jónassonar Dimmu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stendur að verkefninu í samvinnu við True North.

Tvö verkefni Jóns Atla Jónassonar valin á fjármögnunarmessur í Cannes

Tvö verkefni sem Jón Atli Jónasson kemur að sem handritshöfundur hafa verið valin á fjármögnunar- og kynningarmessur í vor. Þetta eru annarsvegar finnska þáttaröðin Arctic Circle sem verður kynnt á MIPDrama Buyers’ Summit í Cannes þann 8. apríl og hinsvegar þáttaröðin Violator sem kynnt verður á fjármögnunarmessunni In Development sem fram fer 10.-11. apríl á sama stað.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR