Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.
Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.
Ólafur Egill Egilsson hefur verið ráðinn í stöðu handritaráðgjafa hjá dagskrárdeild sjónvarps á RÚV. Ólafur Egill var valinn úr hópi 79 umsækjenda og tekur þegar til starfa.
Ólafur Egill Egilsson ræðir baksvið kvikmyndarinnar Eiðurinn í samtali við Fréttablaðið í dag. Ólafur skrifaði handrit myndarinnar í samvinnu við Baltasar Kormák, en verkið byggir á hans eigin reynslu.
Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.