HeimEfnisorðLittle Big Productions

Little Big Productions

Tyrkjaránið grunnur að nýrri alþjóðlegri leikinni þáttaröð

Sagafilm og LittleBig Productions hafa stofnað til samstarfs um þróun og framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber vinnuheitið Salé. Þáttaröðin byggir á Tyrkjaráninu, sem átti sér stað árið 1627 þegar sjóræningjar á skipum frá Barbaríinu komu til Íslands, réðust á land, handtóku og seldu hundruð íslendinga í þrældóm í Norður Afríku.

Sænskur leikstjóri gerir mynd á íslensku

Tökur standa nú yfir hér á landi á mynd sænska leikstjórans Maximilian Hult, Pity the Lovers. Leikarar eru íslenskir og myndin á íslensku. Myndin er framleidd af Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström hjá sænska framleiðslufyrirtækinu Little Big Productions í samvinnu við Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur og Friðrik Þór Friðriksson hjá Hughrif. Sömu aðilar gerðu hér kvikmyndina Hemma fyrir nokkrum árum.

„Eiðurinn“ og „Alma“ fá stuðning frá Norræna sjóðnum

Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur standa yfir á þeirri fyrrnefndu og eru að hefjast á þeirri síðarnefndu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR