spot_img
HeimEfnisorðLeitin að Livingstone

Leitin að Livingstone

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.

„Holding Hands for 74 Years“ hlýtur áhorfendaverðlaun Reykjavik Shorts & Docs Festival

Heimildamynd Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur um hjónin Lúðvík og Arnbjörgu og hvernig æskuást þeirra þroskaðist og dafnaði í 74 ár hlaut fyrstu verðlaun. Önnur verðlaun hlaut stuttmyndin Sker eftir Eyþór Jóvinsson og í þriðja sæti var myndin Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR