Niðurstöður úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu, sem kynntar voru á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu þann 5. apríl, hafa verið opinberaðar.
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og formaður Kvikmyndaráðs sagði meðal annars í opnunarávarpi sínu á Kvikmyndaráðstefnunni í Hörpu að í stað þess að draga úr framlögum til íslenskrar kvikmyndagerðar þyrfti að auka þau.