Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.
Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.
Heimildamyndin Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur er komin aftur í sýningar í Bíó Paradís. Á dögunum birti Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi Morgunblaðsins umsögn um myndina og gaf henni þrjár og hálfa stjörnu.
Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.
Heimildamynd Kristínar Andreu Þórðardóttur, Er ást, um ástarsamband Helenu Jónsdóttur og Þorvalds Þorsteinssonar og vinnu Helenu við að koma listrænni arfleifð Þorvalds í örugga höfn og halda áfram eftir ótímabært andlát hans, verður sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í kvöld. Fréttablaðið ræddi við hana um myndina.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram 2.-5. júní næstkomandi á Patreksfirði. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem taka þátt í hátíðinni, en hún er nú haldin í tólfta sinn.