HeimEfnisorðKolbrún Anna Björnsdóttir

Kolbrún Anna Björnsdóttir

Rætt um VITJANIR: „Þessi sería verður ekki um drauga sko“

„Ég man að Kolbrún sagði: Þessi sería verður ekki um drauga sko,“ segir Vala Þórsdóttir annar handritshöfundur sjónvarpsþáttanna Vitjana sem hófu göngu sína á RÚV á páskadag. Þær Kolbrún Anna Björnsdóttir áttu þó þrátt fyrir fyrri áætlanir eftir að sökkva sér í rannsóknarvinnu á bæði vísindum og spíritisma. Úr varð saga þessara tveggja heima sem mætast í skáldaða smábænum Hólmafirði. Rætt var við þær í hlaðvarpinu Með Vitjanir á heilanum á RÚV.

VITJANIR: Læknir vitjar sjúklinga, drauga og álfa

Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.

Þáttaröðin VITJANIR og bíómyndin SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN fá styrki frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Vitjanir sem Glassriver framleiðir og Eva Sigurðardóttir leikstýrir hlaut á dögunum rúman 33 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Einnig hlaut bíómyndin Sumarljós og svo kemur nóttin sem Berserk Films framleiðir og Elfar Aðalsteins leikstýrir um 17 milljóna króna styrk.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR