HeimEfnisorðKolbeinn Rastrick

Kolbeinn Rastrick

Lestin um GUÐAVEIGAR: Heiðri vitleysisgangsins haldið uppi

Kolbeinn Rastrick fjallar um Guðaveigar Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir það meðal annars að vissu leyti virðingarvert að Markelsbræður séu að halda uppi heiðri vitleysisgangsins, en hann mætti þó beisla í fágaðra form.

Lestin um HYGGE!: Fyndið léttmeti

Kolbeinn Rastrick fjallar um Hygge! eftir Dag Kára í Lestinni og segir hana mjög fyndna mynd sem sýni að ekkert sé óbærilegra í lífinu en að þurfa að tala og vera hreinskilin við fjölskyldu og ástvini.

Lestin um EFTIRLEIKI: Einstök blanda óhugnaðar og fyndni

Kolbeinn Rastrick fjallar um Eftirleiki eftir Ólaf Árheim í Lestinni á Rás 1 og segir hana minna á kóreska spennutrylla, persónurnar sogist inn í hringiðu ofbeldis þar sem mörkin á milli þess sem er rétt og rangt afmást.

Lestin um LJÓSVÍKINGA: Með hjartað á réttum stað

Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósvíkinga Snævars Sölvasonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars hugljúfa og fyndna, en grafi ekki alltof djúpt.

Lestin um LJÓSBROT: Töfrandi rússíbani tilfinninga

Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana meðal annars "eitt eftirminnilegasta íslenska kvikmyndaverk síðari ára."

Lestin um SNERTINGU: Algjör leiksigur Egils Ólafssonar

"Tekst svo listilega að vera innilega falleg og hugljúf að það er nær ómögulegt að gráta eða samgleðjast ekki með persónum myndarinnar," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Snertingu Baltasars Kormáks.

Lestin um EINSKONAR ÁST: Óbærilega leiðinleg og mistekst hrapallega að vekja meðlíðan

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1, rýnir í Einskonar ást eftir Sigurð Anton Friðþjófsson og segir hana mistakast hrapallega að láta áhorfendum líða eins og það sé eitt eða neitt í húfi fyrir persónurnar.

Lestin um NATATORIUM: Flagð undir fögru skinni

Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 segir um Natatorium Helenu Stefánsdóttur að henni takist að halda athygli áhorfenda þrátt fyrir ákveðna vankanta á handritinu.

Lestin um FULLT HÚS: Gaman að sjá íslenska mynd sem reynir ekki að vera útflutningsvara

"Mjög gaman að sjá íslenska mynd í bíó sem er ekki að neinu leyti upptekin af því að vera útflutningsvara," segir Kolbeinn Rastrick meðal annars í Lestinni um Fullt hús Sigurjóns Kjartanssonar.

Besta erlenda bíóið á árinu

Klapptré bað þrjá kvikmyndagagnrýnendur að velja bestu myndir ársins, þrjár íslenskar og fimm erlendar. Þau Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson og Kolbeinn Rastrick brugðust skjótt við og létu ýmiskonar athugasemdir fylgja valinu. Hér eru topp fimm erlendar. Íslensku myndirnar birtast á morgun.

Lestin um NORTHERN COMFORT: Gaman að sjá íslenska grínmynd sem einbeitir sér að vitleysisgangi

„Hafsteini tekst mjög vel að búa til skemmtilega karaktera sem er virkilega gaman að fylgjast með skjóta sig aftur og aftur í fótinn,“ segir Kolbeinn Rastrick í Lestinni um Northern Comfort eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson.

Lestin um KULDA: Synd hvað sagan er mikil formúla

"Tekst, upp að vissu marki, að vekja hræðslu áhorfenda og sum atriði láta hárin rísa," segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Kulda eftir Erling Óttar Thoroddsen.

Lestin um NAPÓLEONSSKJÖLIN og ÓRÁÐ: Íslenskar myndir sem reyna við Hollywood-formúluna

Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar sá Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson og Óráð eftir Arró Stefánsson og segir ljóst að "Hollywood-formúlan er enn þá eitthvað sem íslenskt kvikmyndagerðarfólk virðist spennt fyrir að tækla."

Lestin um Á FERÐ MEÐ MÖMMU: Opnar á möguleikann á að vona

"Ást og væntumþykja fyrir landinu, persónunum og lífinu sjálfu," segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR