HeimEfnisorðKjartan Þór Þórðarson

Kjartan Þór Þórðarson

Framleiðandi THE WALKING DEAD kaupir meirihluta í Sagafilm

Bandaríska framleiðslufyrirtækið Skybound Entertainment, framleiðandi hinnar gríðarvinsælu þáttaraðar The Walking Dead, hefur keypt meirihluta í Sagafilm.

Sterkt ákall eftir sjálfbærni í sjónvarpsþáttaframleiðslu

Í sjónvarpshluta Gautaborgarhátíðarinnar fóru fram fjörlegar umræður um stöðuna í framleiðslu leikins sjónvarpsefnis á Norðurlöndunum og horfurnar framundan. Þátttakendur í panel voru Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic, Rikke Ennis forstjóri REinvent Studios, Martina Österling umboðsmaður og Filippa Wallestam dagskrárstjóri hjá NENT (Viaplay).

Rætt við Kjartan Þór Þórðarson um kaup Beta Film á hlut í Sagafilm

Tíðindin af kaupum Beta Nordic Studios (Beta Film) á fjórðungshlut í Sagafilm hafa vakið athygli alþjóðlegra kvikmyndafagmiðla. Nordic Film and TV News ræddi við Kjartan Þór Þórðarson forstjóra Sagafilm Nordic um málið.

Vill margfalda fjárfestingu í kvikmyndagerð

"Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða," segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður í grein á Vísi.

[Stikla] ÍSALÖG (THIN ICE) á RÚV frá 16. febrúar

Thin Ice (Ísalög) er átta þátta umhverfispólitísk, spennudrama þáttaröð sem hefur verið í þróun og framleiðslu í um sex ár á vegum sænska framleiðslufyrirtækisins Yellow Bird og hins íslenska Sagafilm. Sýningar hefjast í Svíþjóð í febrúarbyrjun en á RÚV 16. febrúar.

Sagafilm Nordic meðframleiðir tvær norrænar þáttaraðir

Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.

Sagafilm gerir þáttaröð um forsætisráðherra sem hættir að taka lyfin sín

Variety ræðir við Kjartan Þór Þórðarson, forstjóra Sagafilm Nordic, um þáttaröðina Ráðherrann sem nú er í vinnslu. Þáttunum er lýst sem tragíkómedíu um pólitíkus með geðhvarfasýki sem verður forsætisráðherra.

„Stella Blómkvist“ í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar og á Viaplay í febrúar

Þáttaröðin Stella Blómkvist verður í opinni dagskrá Sjónvarps Símans frá 14. janúar næstkomandi og verður hver þáttur sýndur vikulega. Þá verða fyrstu tveir þættirnir frumsýndir á norrænu streymiþjónustunni Viaplay þann 2. febrúar.

„Stella Blómkvist“ í bak og fyrir

Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.

Kjartan Þór Þórðarson hjá Sagafilm Nordic: Ísland ekki lengur okkar aðal markaður

Kjartan Þór Þórðarson forstjóri Sagafilm Nordic ræddi nýlega við Drama Quarterly um þá ákvörðun fyrirtækisins að setja upp starfsstöð í Stokkhólmi, stöðuna í norrænu sjónvarpsefni og verkefnin framundan hjá fyrirtækinu.

Sagafilm leitar á erlend mið

Kjartan Þór Þórðarson er í viðtali við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðins í tilefni stofnunar Sagafilm Nordic í Stokkhólmi á síðasta ári. Kjartan segir stefnuna vera að stækka markaðinn með samstarfi við alþjóðlega framleiðendur.

Spennandi tímar framundan fyrir norrænt sjónvarpsefni

Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.

Sagafilm hefur starfsemi í Svíþjóð

Kjartan Þór verður yfir Sagafilm Nordic, Ragnar Agnarsson verður forstjóri á Íslandi, Guðný Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri. 60% tekna erlendis frá á þessu ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR