„Það væri vissulega alveg hægt að gera forvitnilega hryllingsmynd um vafasamt fasteignabraskið og góðærisgeðveikina í Skuggahverfi hrunáranna en þessi mynd er því miður alls ekki sú mynd,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 í umfjöllun sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.
"Grunnupplegg er ekki galið fyrir glæpasögu en fátt gengur upp í framkvæmd hennar," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðsumsögn sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.
Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.