Ásgeir H. Ingólfsson skrifar frá kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary og segir frá uppgangi suður-kóreskra kvikmynda, suður-amerísku systramelódrama og vanhugsaðri – að hans mati – ræðu Benedikts Erlingssonar. Þetta birtist á vef RÚV.
Ásgeir H. Ingólfsson fjallar um Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason og Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg í Tengivagninum á Rás 1, en báðar voru sýndar á nýafstaðinni Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi. Hátíðin hófst í dag og stendur fram til 6. júlí. Stiklu myndarinnar má skoða hér.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg tekur þátt í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi sem fram fer dagana 28. júní til 6. júlí. Plakat myndarinnar hefur verið gert opinbert.
Heimildamyndin Síðasta haustið eftir Yrsu Rocu Fannberg hefur verið valinn til þátttöku í keppni um bestu heimildamyndina á Karlovy Vary hátíðinni í Tékklandi. Þetta er önnur heimildamynd Yrsu, sem hlaut Nordisk Panorama verðlaunin fyrir frumraun sína Salóme.