Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.
Rúmlega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir níundu sýningarhelgi og er hún því komin í hóp mest sóttu myndanna (nú í 13. sæti) frá því formlegar mælingar hófust.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.
Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Baldvin Z vinna nú að tónlistarmyndinni Island songs. Tökur munu standa yfir í allt sumar víðsvegar um Ísland og mun Ólafur vinna með völdum tónlistarmanni á hverjum stað. Hugmyndin er að birta nýtt lag vikulega, á mánudögum frá og með deginum í dag.