"Ægifagurt og djúpt hugsað sögulegt drama um yfirlæti mannsins frammi fyrir ofurkröftum náttúrunnar," skrifar Carlos Aguilar hjá Indiewire meðal annars um Volaða land Hlyns Pálmasonar og segir hana í hópi bestu mynda ársins.
Eric Kohn hjá IndieWire birtir fyrstu umsögn um Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson sem frumsýnd var á Cannes hátíðinni í dag. Hann kallar hana meðal annars "algerlega sturlaða" ("batshit crazy") en í jákvæðum anda og gefur B í einkunn.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.
Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.
IndieWire fjallar um þær myndir sem miðillinn telur koma til greina sem framlag viðkomandi landa til Óskarsverðlaunanna (besta erlenda myndin), alls vel á fjórða tug. IndieWire telur að valið á Íslandi komi til með að standa á milli Hrúta og Fúsa. Kosning um framlag Íslands til Óskarsins fer fram dagana 2.-7. september. Kosningarétt hafa meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.
Playlist bloggið hjá IndieWire fjallar um hina væntanlegu mynd Baltasars, Everest. Dálkahöfundurinn Edward Davis segir ekki ólíklegt að hún eigi eftir að vekja meiri athygli en fyrri Hollywood-myndir þessa hæfileikaríka leikstjóra sem hafi verið hvunndagslegar.
Nanna Kristín Magnúsdóttir frumsýndi stuttmynd sína Tvíliðaleikur á Toronto hátíðinni fyrr í mánuðinum, en myndin verður sýnd á RIFF auk þess sem margar aðrar hátíðir bíða. IndieWire (Women and Hollywood bloggið) ræddi við Nönnu nýlega.
IndieWire fjallar bæði um myndina sjálfa og lýsir einni sýningunni en þar sátu leikstjórinn Benedikt Erlingsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir svörum ásamt Roman Estrada sem leikur í myndinni.