Leikstjórarnir Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir birta grein á Vísi fyrir hönd stjórnar WIFT, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum vegna niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum.
Heimildamyndin Góði hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur verður frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudag. Hún fjallar um bílhræjasafnara á Garðstöðum í Ögurvík á Vestfjörðum.
Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram 2.-5. júní næstkomandi á Patreksfirði. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem taka þátt í hátíðinni, en hún er nú haldin í tólfta sinn.
Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.
Keep Frozen, heimildamynd Huldu Rósar Guðnadóttur, verður heimsfrumsýnd á Visions du reel hátíðinni í Sviss sem fram fer dagana 15.-23. apríl næstkomandi. Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðir myndina fyrir Skarkala.
Heimildamyndin Keep Frozen undir stjórn Huldu Rósar Guðnadóttur safnar nú fé á Karolina Fund og hefur hún gengið ágætlega. 44% af markmiðinu hafa náðst en þrír dagar eru nú til stefnu.