Heiða Rún Sigurðardóttir (Heida Reed) er tilnefnd sem besta leikkonan á C21’s International Drama Awards fyrir túlkun sína á Stellu Blómkvist í samnefndum sjónvarpsþáttum framleiddum af Sagafilm sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans.
Sænska vefritið Moviezine fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem sýnd er á Norrænum kvikmyndadögum í Lubeck. Blaðamaðurinn, Alexander Dunerfors, segir Stellu vera allt það sem hann telji litlu systur Sögu Norén úr Brúnni eiga að vera; óttalausa, klára, þokkafulla, óvenjulega og klækjakvendi þegar þarf.
Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.
Þáttaröðin Stella Blómkvist kemur í Sjónvarp Símans í nóvember næstkomandi. Stikla þáttanna, sem eru sex talsins og verða allir fáanlegir í einu, er komin út.
Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.
Bresku sjónvarpsþættirnir Poldark sem BBC hóf sýningar á fyrir skömmu, hafa notið vinsælda en allt að átta milljónir horfa á þáttaröðina þar í landi sem þykir mjög fínt. Meðal leikenda í þáttunum er íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir eða Heidi Reed eins og hún kallar sig. Heiða Rún fór með eitt stærsta hlutverkið í þáttaröðinni Hraunið sem sýnd var á RÚV í fyrra.