HeimEfnisorðGunnar Tómas Kristófersson

Gunnar Tómas Kristófersson

Kraftur í fræðiskrifum um íslenska kvikmyndasögu hjá Kvikmyndasafninu

Kvikmyndasafnið hefur undanfarin misseri staðið fyrir markvissum rannsóknum á íslenskri kvikmyndasögu undir stjórn Gunnars Tómasar Kristóferssonar kvikmyndafræðings. Greinar hans hafa nú verið birtar á vef safnsins og má nálgast hér.

Fyrsta íslenska kvikmyndin eftir konu komin fram

Fyrsta íslenska kvikmyndin eftir konu er fundin Hún er frá árinu 1927 og er dansmynd eftir Ruth Hanson, unnin í samstarfi við Loft Guðmundsson. Þetta kemur fram í Menningunni á RÚV þar sem rætt er við Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnema í kvikmyndafræði.

Fjallað um íslenska kvikmyndasögu í nýjasta hefti Ritsins

Íslenskar kvikmyndir er þema nýjasta heftis Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Birtast um efnið fjórar ritrýndar greinar, þrjár sögulegar og ein þar sem fjallað er um ákveðna bíómynd, Húsið eftir Egil Eðvarðsson.

„Hjartasteinn“ vinnur aðalverðlaun Norrænna bíódaga í Lübeck

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut í kvöld aðalverðlaun 58. Norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Lübeck. Kvikmyndin fetar í fótspor myndar Baldvins Z, Vonarstrætis, sem hlaut sömu verðlaun árið 2014 en þeim fylgir 12.500 evru verðlaunafé, eða rúmlega ein og hálf milljón króna.

Út með það nýja, inn með það gamla

Gunnar Tómas Kristófersson doktorsnemi og stundakennari í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands skrifar grein þar sem hann segist vera að missa áhugann á samtímabíói og veltir því fyrir sér afhverju svo sé og hvað sé til ráða. Hann segir leiðina liggja á vit sögunnar þar sem hið "nýja" sé á margan hátt að finna.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR