Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri munu í dag skrifa undir samning um kaup RVK Studios á annarri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem staðið hefur ónýtt um langt skeið. Kaupverð er 320 milljónir króna.
Baltasar Kormákur sagði frá því í Kastljósi RÚV í gærkvöldi að Netflix myndi fjármagna íslenska þáttaröð á hans vegum og að tökur hefjist næsta vor í Gufunesi.
Baltasar Kormákur og Reykjavík Studios opnuðu formlega nýtt kvikmyndaver í Gufunesi á sumardaginn fyrsta, en tökur á annarri syrpu Ófærðar hafa staðið þar yfir að undanförnu. Klapptré ræddi við Baltasar um rekstargrundvöllinn og hvernig hann sér þetta allt fyrir sér.
Baltasar Kormákur gæti breytt framtíð kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi ef allt gengur eftir. Grafarvogur verður þá kvikmyndastöð Íslands, segir Fréttatíminn í umfjöllun um áætlanir Baltasars um uppbyggingu kvikmyndavers í Gufunesi.