Hin árlega stuttmyndasamkeppni RIFF fór fram í Háskólabíói 30. september og 1. október 2023. Hér eru sýnishorn úr þremur athyglisverðum stuttmyndum, sem og stutt spjall sem ég átti við höfunda þeirra.
Handrit vísindatryllisins Protos eftir Martein Þórsson hefur verið valið til kynningar á B'EST (Baltic East by West Producers’ Workshop), vinnustofu á vegum EAVE samtakanna sem höndla með verkefnaþróun og samstarf milli evrópskra framleiðenda. Verkefnið hefur áður hlotið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð.