Teiknimyndin Tulipop: Vetrarsaga hefur verið í sýningum síðustu þrjár helgar. Af einhverjum ástæðum fór þetta framhjá Klapptré. Alls nemur aðsókn á þessa 33 mínútna löngu mynd 2,366 gestum hingað til.
Þórarinn Þórarinsson skrifar um Eldana eftir Uglu Hauksdóttir á Vísi og segir Uglu sýna heldur betur hvers hún er megnug þegar kemur að persónusköpun og því að magna upp spennu.
„Kappið við tímann og stóra hættan er vissulega spennandi en þessar raunverulegu hamfarir eru ekki nærri því jafn áhugaverðar og tilfinningalegu hamfarirnar sem virtist stefna í um miðja mynd,“ segir Kolbeinn Rastrick í Lestinni á Rás 1 um Eldana eftir Uglu Hauksdóttur.
Í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Eldana eftir Uglu Hauksdóttur skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars að það sé þess virði að fylgjast með langdregnum ástarþríhyrningi því þegar hasarinn hefst þá sé ekki hægt að líta undan.
Grímar Jónsson framleiðandi bíómyndarinnar Eldarnir, sem nú er í tökum í leikstjórn Uglu Hauksdóttur, bendir á Facebook síðu sinni á að styrkur frá Kvikmyndasjóði sé frumforsenda þess að unnt sé yfirhöfuð að sækja erlent fjármagn í íslenskar kvikmyndir.
Danski leikarinn Pilou Asbæk (Game Of Thrones, Borgen) verður meðal leikara í Eldunum sem Ugla Hauksdóttir mun leikstýra. Tökur hefjast í sumar. Sölufyrirtækið Bankside fer með sölurétt.