Edduverðlaunin voru afhent í Háskólabíói sunnudagskvöldið 19. mars. Hér eru svipmyndir frá verðlaunaafhendingunni og rauða dreglinum. Ljósmyndari er Hulda Margrét Óladóttir.
Stjórn WIFT á Íslandi hefur sent frá sér opið bréf til stjórnar ÍKSA og fagráðs Eddunnar í kjölfar þess að mönnun valnefnda Eddunnar var gerð opinber í dag.
Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2023 fyrir sitt afar mikilvæga og einstaka framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.
Edduverðlaunin 2023 voru afhent í Háskólabíói og í beinni útsendingu RÚV í gærkvöldi. Þáttaröðin Verbúðin hlaut alls níu Eddur. Í flokki kvikmynda hlaut Volaða land Edduverðlaun fyrir leikstjórn og kvikmyndatöku en Berdreymi var valin kvikmynd ársins. Velkomin Árni var valin heimildamynd ársins og Hreiður stuttmynd ársins. Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Kosningar meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar vegna Eddunnar 2023 eru hafnar og standa til miðnættis 13. mars. Handriti Verbúðarinnar var bætt við áður tilnefnd verk, eftir að meirihluti stjórnar ÍKSA heimilaði valnefnd að meta það síðastliðinn mánudag, 6. mars.
Sem stjórnarmaður vil ég taka það fram að ég er mótfallinn þeirri ákvörðun meirihluta stjórnar ÍKSA að heimila valnefnd að taka afstöðu til innsendingar í flokkinn Handrit ársins, löngu eftir að tilnefningar hafa verið kynntar opinberlega.
Þáttaröðin Verbúðin fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða alls 14. Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu fær 12 tilnefningar. Volaða land og Berdreymi eru með 11 tilnefningar hvor.
Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2023. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd voru opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022.