spot_img
HeimEfnisorðEddan 2019

Eddan 2019

Félag kvikmyndatökustjóra mótmælir fyrirkomulagi afhendingar Edduverðlauna

Félag kvikmyndatökustjóra gagnrýnir að fagverðlaun á Eddunni skuli hafa verið afhent áður en útsending frá verðlaunahátíðinni hófst og að þakkarræður þeirra hafi ekki verið sýndar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bergsteinn Björgúlfsson, forseti Félags Íslenskra kvikmyndatökustjóra (ÍKS), sendi fjölmiðlum.

„Kona fer í stríð“ með tíu Edduverðlaun

Edduverðlaunin voru afhent í Austurbæ föstudaginn 22. febrúar 2019. Kona fer í stríð hlaut alls 10 Eddur og Lof mér að falla fjórar. UseLess var valin heimildamynd ársins og Mannasiðir leikið sjónvarpsefni ársins. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut alls þrenn verðlaun, sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, sem sjónvarpsefni ársins að vali almennings og einn umsjónarmanna Sigríður Halldórsdóttir var valin sjónvarpsmaður ársins. Egill Eðvarðsson upptökustjóri og kvikmyndaleikstjóri hlaut heiðursverðlaun ÍKSA.

„Mistök mín og misskilningur“ segir formaður stjórnar ÍKSA

Klapptré hafði samband við Hlín Jóhannesdóttur formann stjórnar ÍKSA og bað hana að varpa ljósi á aðdraganda þess að heimildamyndin 690 Vopnafjörður var felld út af lista tilnefndra heimildamynda á dögunum og einnig hversvegna myndin var tilnefnd yfir höfuð, enda var hún frumsýnd 2017 meðan starfsreglur Eddunnar kveða á um að öll tilnefnd verk skulu hafa verið frumsýnd á árinu 2018.

Meðlimur í valnefnd lýsir yfir vantrausti á stjórn ÍKSA

Hulda Rós Guðnadóttir kvikmyndagerðarkona (Keep Frozen) og einn valnefndarmeðlima vegna tilnefninga til Edduverðlauna, birti á dögunum yfirlýsingu á Facebook síðu sinni sem og bréf til stjórnar ÍKSA, þar sem hún gagnrýnir þá ákvörðun stjórnarinnar að fella niður Edduverðlaunatilnefningu til heimildamyndarinnar 690 Vopnafjörður. Hulda segist meðal annars íhuga að sniðganga hátíðina fái hún ekki útskýringar á því hvers vegna myndin var fjarlægð úr tilnefningum. Myndin var frumsýnd 2017, en aðeins má tilnefna myndir sem frumsýndar voru 2018 samkvæmt starfsreglum Eddunnar.

Eddan: breytingar á tilnefningum til heimildamynda

Breyting hefur orðið á tilnefningum Edduverðlaunanna í flokki heimildamynda og hefur stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið. 

„Lof mér að falla“ með 12 tilnefningar til Eddunnar, „Kona fer í stríð“ með 10

Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru kynntar í dag. Lof mér að falla fær flestar tilnefningar eða 12 talsins. Kona fer í stríð kemur fast á eftir með tíu tilnefningar og Andið eðlilega fær níu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR