HeimEfnisorðDR

DR

Benedikt Erlingsson um DÖNSKU KONUNA: Hörmungarklám og popp

Trine Dyr­holm mun fara með titil­hlut­verkið í sjón­varps­serí­unni Danska kon­an í leik­stjórn Bene­dikts Erl­ings­son­ar, sem hann skrifaði í sam­vinnu við Ólaf Egil Eg­ils­son. „Það stefn­ir í að upp­tök­ur geti haf­ist í Reykja­vík næsta vor á Dönsku kon­unni sem er sex þátta sjón­varps­sería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar útvíkka samstarf um stóraukna framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni

Norrænu sjónvarpsstöðvarnar DR, NRK, RÚV, SVT og YLE hafa sammælst um nýja áætlun sem lýtur að auknum gagnkvæmum skiptum í formi samframleiðslu og sýninga á leiknu sjónvarpsefni. Útvarpsstjórar norrænu sjónvarpsstöðvanna undirrituðu samkomulagið á fundi sínum í Stokkhólmi í gær, fimmtudag. 

Þáttaröðin „Flateyjargáta“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum

Allar norrænu ríkissjónvarpsstöðvarnar YLE, SVT, NRK og DR hafa samið við Sagafilm, Reykjavík Films og RÚV um sýningarrétt á fjögurra þátta röð sem byggð er á metsölubók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu.

RÚV semur við DR um sölu á íslensku sjónvarpsefni um allan heim

RÚV hefur undirritað rammasamning við DR Sales, söludeild Danmarks Radio, sem felur í sér að DR Sales mun sjá um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim.

DR fjallar um íslenska kvikmyndagerð

Kvikmyndaþátturinn Filmselskabet, sem danska sjónvarpið (DR) sýnir vikulega, fjallaði á dögunum um íslenskar kvikmyndir og hversvegna þær væru að gera það eins gott og raun ber vitni á alþjóðegum vettvangi.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Danska leiðin eins og Danir lýsa henni

Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar er að finna grein þar sem farið er yfir ástæðurnar á bakvið velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar. Höfundurinn, Freja Dam, bendir á að róttæk stefnubreyting hjá DR (danska ríkisútvarpinu) sem hafi meðal annars falið í sér mikla áherslu á nána samvinnu við kvikmyndabransann, hafi lagt grunninn að núverandi gullöld danskra sjónvarpsþáttaraða.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR