spot_img
HeimEfnisorðCannes 2025

Cannes 2025

The Playlist um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Fínleg, blæbrigðarík en ögn fjarlæg

Frásögnin á það til að smjúga manni úr greipum, en þarna er engu að síður að finna stórkostlega fegurð, skrifar Iana Murray í The Playlist um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason.

The Guardian um ÁSTIN SEM EFTIR ER: Sláandi tragíkómísk svipmynd af brotinni fjölskyldu

Peter Bradshaw hjá The Guardian skrifar um Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason frá Cannes hátíðinni. Hann segir hana skoðun á brotnu hjónabandi með töfrandi myndmáli og sérkennilegum fantasíusýnum, en nýr kómískur tónn grafi undan sársaukanum.

Alþjóðlegur hópur kvikmyndagerðarfólks mótmælir framferði Ísraelshers á Gaza

Þann 13. maí, sama dag og kvikmyndahátíðin í Cannes hófst, birtist opið bréf frá 380 leikstjórum, leikurum og öðrum í framlínu alþjóðlegrar kvikmyndagerðar í franska dagblaðinu Liberation. Í bréfinu er framgöngu Ísraelshers á Gaza mótmælt. Margir íslenskir leikstjórar sem átt hafa kvikmyndir á Cannes hátíðinni eru í hópnum.

Hlynur um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð: Hef ekki hugmynd um hvernig við höldum áfram

Hlynur Pálmason ræðir við Variety um mynd sína Ástin sem eftir er, sem verður frumsýnd á Cannes hátíðinni á sunnudag. Hann gerir einnig stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð að umtalsefni og líst ekki á blikuna.

Gísli Snær: Hlynur meðal fremstu leikstjóra Evrópu

„Við óskum Hlyni Pálmasyni – sem tryggir sér hér sess á meðal fremstu kvikmyndagerðarmanna Evrópu – og öllu því hæfileikaríka teymi sem að baki stendur Ástinni sem eftir er innilega til hamingju,“ segir Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR