Ólafur Darri Ólafsson, Hörður Rúnarsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson hafa stofnað framleiðslufyrirtækið Act 4 með þátttöku alþjóðlegs hóps fjárfesta. Act 4 er ætlað að framleiða norrænt sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað.
Morgunblaðið ræðir við Birki Blæ Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson sem hafa skrifað handrit að tveimur dramatískum nýjum sjónvarpsseríum, Ísalög (Thin Ice) og Ráðherranum, en báðar verða sýndar á þessu ári.
Tökur hefjast í næstu viku á þáttaröðinni 20/20 sem framleidd er af Sagafilm og sænska framleiðslufyrirtækinu Yellow Bird. Gerðir verða tíu þættir og standa tökur fram á vor hér á landi. Jóhann Ævar Grímsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit þáttanna sem er lýst sem einskonar "eco-þriller".