HeimEfnisorðBerlinale 2022

Berlinale 2022

SVÖRTU SANDAR meðal þáttaraða sem stóðu uppúr á Berlinale Series að mati Variety

Variety fjallar um stöðu þáttaraða í kjölfar Berlinale Series og þær miklu áherslubreytingar sem eru að eiga sér stað varðandi aukið vægi vandaðra þáttaraða á kostnað bíómynda.

Peter Flinth og Baltasar Kormákur ræða um AGAINST THE ICE

Baltasar Kormákur framleiðandi og Peter Flinth leikstjóri ræða við Wendy Mitchell um Against the Ice, sem var frumsýnd á Berlínarhátíðinni. Myndin er væntanleg á Netflix 2. mars.

Hlynur Pálmason ræðir HREIÐRIÐ

Hlynur Pálmason ræðir stuttmynd sína Hreiðrið, sem frumsýnd var á Berlínarhátíðinni, ásamt dóttur sinni og aðalleikkonunni Ídu Mekkín Hlynsdóttur. Viðtalið tók Wendy Mitchell.

BERDREYMI verðlaunuð á Berlinale

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut í dag Europa Cinemas Label verðlaunin í Panorama flokknum á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Hollywood Reporter um AGAINST THE ICE: Skortur á spennu

"Hvunndagslegt handrit og leiksjórn ná ekki að byggja upp spennu í þessari annars áhugaverðu sögu," skrifar David Rooney í Hollywood Reporter um Against the Ice eftir Peter Flinth, sem nú er á Berlínarhátíðinni og væntanleg á Netflix.

Screen um BERDREYMI: Hrjúf en hrífandi þroskasaga

"Önnur kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnir bæði blíðu og grimmd í heimi unglinga," skrifar Wendy Ide frá Berlínarhátíðinni í Screen um Berdreymi.

[Stikla] AGAINST THE ICE kemur á Netflix 2. mars

Stikla Netflix myndarinnar Against the Ice er komin út, en myndin verður frumsýnd 2. mars næstkomandi. Baltasar Kormákur framleiðir en Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR