Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Silo á BAFTA-verðlaunahátíðinni (BAFTA Craft Awards) í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær tilnefningu til BAFTA-verðlauna.
Atli Örvarsson gerir tónlistina við bandarísku grín-hasarmyndina The Hitman's Bodyguard sem væntanleg er í haust. Ryan Reynolds og Samuel Jackson fara með aðalhlutverkin en leikstjóri er Patrick Hughes (The Expendables 3).
Íslensk tónskáld voru sigursæl á Hörpu-verðlaununum sem samtök norrænna kvikmyndatónskálda veittu í Berlín í gærkvöld. Atli Örvarsson var verðlaunaður fyrir tónlistina í myndinni Hrútum og Jóhann Jóhannsson fékk heiðursverðlaun fyrir besta höfundarverkið.