HeimEfnisorðArctic

Arctic

[Stikla] „Arctic“ frumsýnd í febrúar

Ný stikla kvikmyndarinnar Arctic með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki, er komin út. Myndin, sem tekin var upp hér á landi, verður frumsýnd í febrúarmánuði. Íslenska leikkonan María Thelma Smáradóttir fer einnig með hlutverk í myndinni.

[Stikla] „Arctic“

Stikla kvikmyndarinnar Arctic með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki, er komin út og má skoða hér. Myndin verður sýnd á næsta ári.

Helstu fagmiðlar velja „Kona fer í stríð“ og „Arctic“ meðal bestu myndanna í Cannes þetta árið

Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.

„Kona fer í stríð og „Arctic“ meðal áhugaverðustu myndanna á Cannes að mati Screen

Screen International fjallar um 20 áhugaverðustu myndirnar á Cannes að mati miðilsins. Meðal þeirra eru Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, sem tekur þátt í Critics‘ Week hliðardagskrá hátíðarinnar og Arctic, íslensk minnihlutaframleiðsla meðframleidd af Pegasus, sem er sýnd á miðnætursýningum sem hluti af opinberu vali hátíðarinnar.

Bandarísk/íslensk samframleiðsla, „Arctic“, valin á Cannes

Kvikmyndin Arctic í leikstjórn Joe Penna, sem tekin var upp hér á landi síðasta vor, var valin í Miðnæturflokk Cannes hátíðarinnar sem fram fer í maí. Tómas Örn Tómasson er tökumaður myndarinnar og starfsliðið var nær eingöngu skipað Íslendingum. Pegasus er meðal framleiðenda myndarinnar, en danski leikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið.

Tökum lokið á spennutryllinum „Arctic“ með Mads Mikkelsen

Tökum á hrakningamyndinni Arctic er nýlokið hér á landi. Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru meðal framleiðenda. Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR