Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2024

Hér er listi yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir og leikið sjónvarpsefni í sjónvarpi árið 2024.

Um aðferðafræðina

Tölurnar eru byggðar á áhorfsmælingum Gallup sem framkvæmdar eru daglega árið um kring. Birtar eru áhorfstölur í prósentum og fjölda áhorfenda. Á bakvið hvert prósent eru 2.650 manns á aldrinum 12-80 ára. Tölurnar innihalda allt áhorf, þar með talið svokallað hliðrað áhorf (spilari RÚV ofl.) frá frumsýningu í línulegri dagskrá og næstu sjö daga eftir það. Á undanförnum árum hefur áhorf færst mjög yfir á hliðrað áhorf og því ljóst að tölurnar hér að neðan segja aðeins hluta sögunnar.

Þegar verk birtist í tveimur þáttum eða fleiri er birt meðaláhorf. Það er reiknað þannig að áhorfstölur hvers þáttar fyrir sig eru lagðar saman og deilt í með fjölda þátta. Hugtakið meðaláhorf nær yfir þann fjölda sem horfði allan tímann.

Hafa ber í huga að útleggingar mælinga eru mismunandi eftir eðli verka. Bíómyndir eru (oftast) sýndar í heilu lagi og því er um heildaráhorf að ræða. Heimildamyndir eru stundum stakar en stundum í þáttaröðum. Gerð er grein fyrir þessu með hvert verk og því ýmist um heildaráhorf eða meðaláhorf á þátt að ræða eftir atvikum. Leikið sjónvarpsefni er yfirleitt sýnt í nokkrum þáttum og því er þar sagt frá meðaláhorfi á þátt.

Athugið að tölur um áhorf og spilanir á Stöð 2 og í Sjónvarpi Símans liggja ekki fyrir á þessu stigi.

Verði lesendur varir við villur eða að upplýsingar vanti, er hægt að koma ábendingum á framfæri hér.

Áhorf á leikið sjónvarpsefni 2024

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF%  ÁHORFENDUR
Húsó RÚV 6 25,8             68.370
Nokkur augnablik um nótt RÚV 1 22,7             60.155
Ráðherrann 2 RÚV 8 13,3             35.212

Áhorf á íslenskar bíómyndir 2024

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF%  ÁHORFENDUR
Villibráð RÚV 1 21,6         57.240
Napóleonsskjölin RÚV 1 19         50.350
Amma Hófí RÚV 1 13,4         35.510

Áhorf á íslenskar heimildamyndir 2024

HEITI STÖÐ FJÖLDI ÞÁTTA ÁHORF%  ÁHORFENDUR
Þríburar RÚV 1 32,2             85.330
Tónskáldið – Gunnar Þórðarson RÚV 2 23,4             62.010
Hringfarinn – Tvö á mótorhjóli RÚV 2 21,9             58.035
Vegur að heiman RÚV 6 15,2             40.280
Skuld RÚV 1 13,6             36.040
Fangar Breta RÚV 4 12,8             33.920
Kúreki norðursins – Sagan af Johnny King RÚV 1 12,8             33.920
Góði hirðirinn RÚV 1 11,2             29.680
Þriðji póllinn RÚV 1 10,2             27.030
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR