Verðlaunin hafa fengið nýtt nafn, Nordic Series Script Award. Þau verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 28. janúar.
Tilnefningar eru sem hér segir:
- Danmörk: Families Like Ours (Familier som vores)
Thomas Vinterberg og Bo Hr. Hansen - Finnland: Money Shot (Toinen tuleminen)
Jemina Jokisalo - Ísland: The School of Housewives (Húsó)
Arnór Pálmi Arnarson og Jóhanna Fridrika Sæmundsdóttir - Noregur: Quisling
Anna Bache-Wiig og Siv Rajendram Eliassen - Svíþjóð:Pressure Point (Smärtpunkten)
Pelle Rådström
Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin (Nordic Series Awards) eru hluti af hinum nýju Norrænu sjónvarpsverðlaunum (Nordic Series Script Award), en eru eftir sem áður fjármögnuð af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verðlaunaupphæðin nemur 200 þúsund norskum krónum, eða tæpum 2,5 milljónum íslenskra króna.
Tilkynnt verður um alla vinningshafa Norrænu sjónvarpsverðlaunanna við verðlaunaafhendingu að kvöldi 28. janúar næstkomandi.