Arnór Pálmi og Jóhanna tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir HÚSÓ

Arnór Pálmi Arnarson og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir eru tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2025 fyrir þáttaröðina Húsó.

Verðlaunin hafa fengið nýtt nafn, Nordic Series Script Award. Þau verða afhent á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg þann 28. janúar.

Tilnefningar eru sem hér segir:

  • Danmörk: Families Like Ours (Familier som vores)
    Thomas Vinterberg og Bo Hr. Hansen
  • Finnland: Money Shot (Toinen tuleminen)
    Jemina Jokisalo
  • Ísland: The School of Housewives (Húsó)
    Arnór Pálmi Arnarson og Jóhanna Fridrika Sæmundsdóttir
  • Noregur: Quisling
    Anna Bache-Wiig og Siv Rajendram Eliassen
  • Svíþjóð:Pressure Point (Smärtpunkten)
    Pelle Rådström

Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin (Nordic Series Awards) eru hluti af hinum nýju Norrænu sjónvarpsverðlaunum (Nordic Series Script Award), en eru eftir sem áður fjármögnuð af Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verðlaunaupphæðin nemur 200 þúsund norskum krónum, eða tæpum 2,5 milljónum íslenskra króna.

Tilkynnt verður um alla vinningshafa Norrænu sjónvarpsverðlaunanna við verðlaunaafhendingu að kvöldi 28. janúar næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR