spot_img

Skarphéðinn Guðmundsson lætur af störfum sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn Guðmundsson lætur af störfum sem dagskrárstjóri RÚV um áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu hans til samstarfsfólks fyrr í dag.

Skarphéðinn var ráðinn dagskrárstjóri RÚV í desember 2012 og hefur því gegnt starfinu í 12 ár, lengur en nokkur annar dagskrárstjóri í sögu RÚV sjónvarps.

Áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá árinu 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá árinu 2005. Þá starfaði hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi.

Rætt er við Skarphéðinn á Vísi. Þar kemur meðal annars fram að starfið verði auglýst laust til umsóknar en Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri mun sinna starfi dagskrárstjóra þar til formlega verður gengið frá arftaka hans.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR