Skarphéðinn var ráðinn dagskrárstjóri RÚV í desember 2012 og hefur því gegnt starfinu í 12 ár, lengur en nokkur annar dagskrárstjóri í sögu RÚV sjónvarps.
Áður var hann dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá árinu 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá árinu 2005. Þá starfaði hann um árabil á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi.
Rætt er við Skarphéðinn á Vísi. Þar kemur meðal annars fram að starfið verði auglýst laust til umsóknar en Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri mun sinna starfi dagskrárstjóra þar til formlega verður gengið frá arftaka hans.