Börkur Sigþórsson leikstýrir Emmu Thompson í nýjum spennuþáttum fyrir Apple

Börkur Sigþórsson leikstýrir þremur síðustu þáttunum í spennuseríunni Down Cemetery Road, sem AppleTV+ stendur að. Emma Thompson og Ruth Wilson fara með helstu hlutverk. Tökur standa yfir.

Þáttaröðin er byggð á samnefndri bók Mike Herron, sem einnig skrifaði bækurnar sem Slow Horses þættirnir eru byggðir á. Emma Thompson er einn yfirframleiðenda þáttanna.

Natalie Bailey er aðalleikstjóri þáttanna og Morwenna Banks, sem meðal annars kom að skrifum á Slow Horses, er aðal handritshöfundur.

Þáttunum er svo lýst:

Þegar sprengja springur í húsi í kyrrlátu hverfi í úthverfi Oxford og stúlka hverfur í kjölfarið verður nágrannakona, Sarah Tucker (Wilson), heltekin af því að finna hana. Hún leitar liðsinnis spæjarans Zoë Boehm (Thompson) og saman lenda þær í flóknu samsæri sem leiðir í ljós að fólk sem talið var látið er enn meðal lifenda, meðan hinir lifandi byrja að týna tölunni.

HEIMILDApple
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR