Friðrik Erlingsson ráðinn kvikmyndaráðgjafi

Friðrik Erlingsson, skáld og handritshöfundur, hefur verið ráðinn sem kvikmyndaráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Á dögunum tóku einnig til starfa á skrifstofu Kvikmyndamiðstöðvar tveir nýir starfsmenn, þær Brynhildur Birgisdóttir og Sigrún Gígja Hrafnsdóttir. Sigrún Gígja var ráðin í stöðu þjónustufulltrúa og Brynhildur í stöðu sérfræðings í framleiðslu.

Friðrik hefur mikla reynslu af handritagerð fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hann hefur kennt handritaskrif við Kvikmyndaskóla Íslands og handritafræði við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands 2022-2024 og hefur verið sjálfstæður handritaráðgjafi.

Brynhildur er með MA-gráðu í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu frá Royal Holloway, University of London, og BA-gráðu í kvikmynda- og fjölmiðlafræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hún starfaði sem yfirmaður framleiðsludeildar Pegasus árin 2007-2023 þar sem hún hafði meðal annars yfirumsjón með tökum á erlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum á Íslandi. Áður starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá AHC Productions í London.

Sigrún Gígja er með BA-gráðu í ensku og Cand.mag-gráðu í ensku og þýðingarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Sigrún Gígja starfaði sem bókari og fulltrúi hjá íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Þar áður starfaði hún um árabil sem fulltrúi hjá norska sendiráðinu á Íslandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR