TOPP TÍU MÖST opnar í öðru sæti, LJÓSVÍKINGAR nálgast fjórtán þúsund gesti

Topp tíu möst var frumsýnd á föstudag og er í öðru sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir opnunarhelgina.

1,661 gestur sá Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 13,884 séð hana eftir sjöttu helgi.

971 sáu Topp tíu möst á almennum sýningum um helgina, en alls 1,371 með forsýningu. Þetta er mun lakari opnun en til dæmis á Ljósvíkinga fyrir nokkrum vikum. Með venjulegum fyrirvörum má gera ráð fyrir að myndin endi með eitthvað á milli fimm til tíu þúsund gesti í bíó.

Snertingu sáu 165 í vikunni. Alls hefur myndin fengið 44,673 gesti eftir 20. sýningarhelgi.

Ljósbrot sáu 127 í vikunni. Alls nemur heildarfjöldi gesta 6,220 manns eftir sjöundu helgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 7.-13. okt. 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
6 Ljósvíkingar 1,661 (2,177) 13,884 (12,223)
Topp tíu möst 971 (helgin) 1,371 (með forsýningu)
20 Snerting 165 (144) 44,673 (44,508)
7 Ljósbrot 127 (139) 6,220 (6,093)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR