Sigurjón Sighvatsson yfirframleiðandi portúgölsku spennuþáttanna DOGPACK

Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi portúgölsku spennuþáttanna Dogpack (Matilha) sem sýndir hafa verið í ríkissjónvarpinu RTP1 og eru einnig fáanlegir á Amazon Prime.

Þættirnir fjalla um fyrrum afbrotamanninn Matilha sem reynir að ganga beina og breiða veginn ásamt kærustu sinna Mafalda. Ábyrgðarleysi hans gerir það að verkum að hann missir vinnuna og heimur glæpa opnast á ný þegar þrýst er á hann að taka þátt í ráni. Þar fer allt úrskeiðis og bæði þrjótar og löggur á eftir honum. Hann reynir að dylja þátttöku sína í nýjum glæpaverkum gagnvart kærustunni Mafalda, en hún gerir sér grein fyrir því sem er í gangi. Saman standa þau frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum.

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu og hlutu meðal annars tvenn verðlaun á portúgölsku Golden Globe verðlaununum fyrr á árinu.

Höfundur og framleiðandi þáttanna er Edgar Medina, en þeir eru “spin-off” af fyrstu þáttaröð hans, South (Sul) frá 2019.

Sigurjón og Medina ræddu nýlega við Drama Quarterly um þættina. Lesa má viðtalið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR