Sýningar hefjast á TOPP TÍU MÖST

Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta í gmanamyndinni Topp tíu möst eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur.

Með aðalhlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir.

Ólöf Birna Torfadóttir leikstýrir og skrifar handrit en framleiðandi er Óskar Hinrik Long Jóhannsson. Þau sendu áður frá sér gamanmyndina Hvernig á að vera klassadrusla. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson meðframleiða. Birta Rán Björgvinsdóttir stýrir kvikmyndatöku, Elísabet Ronaldsdóttir klippir og Una Stefánsdóttir gerir tónlist. Búningahöfundur er Aleksandr Koluder og leikmynd gerir Jelena Schally.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR