Lilja er dóttir Ingólfs Margeirssonar heitins, blaðamanns og rithöfundar og norska þýðandans Tone Myklebost. Lilja eyddi fyrsta áratug ævinnar til skiptis í Noregi og á Íslandi, en hefur síðan verið búsett í Noregi að mestu og lært kvikmyndagerð í London og Prag.
Lilja hefur skrifað handrit að nokkrum bíómyndum og gert yfir 20 stuttmyndir. Elskling er fyrsta bíómyndin sem hún leikstýrir. Myndin verður frumsýnd í Noregi 9. október, en hún hlaut fimm verðlaun í Karlovy Vary hátíðinni í sumar, þar á meðal sem besta myndin.
Nokkuð er síðan síðasta Leikstjóraspjall kom út. Óskar Þór upplýsti Klapptré um að ætlunin sé að taka upp þráðinn og birta spjallið reglulega í vetur.