Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2025 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.023,1 m.kr. Í fjárlögum ársins 2024 var framlagið 1.114,8 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 8,2%.

Rekstur Kvikmyndamiðstöðvar er einnig skorinn niður. Gert er ráð fyrir 157,6 milljónum króna í þann lið árið 2025, en á þessu ári nema framlög 185,2 milljónum króna. Niðurskurðurinn nemur tæpum 15%.

Heildarniðurskurður á framlögum til Kvikmyndamiðstöðvar nemur alls 119,3 milljónum króna milli ára, eða rúmum 9%.

Þetta er fjórða árið í röð sem framlög til Kvikmyndamiðstöðvar eru skorin niður. Alls nemur niðurskurðurinn á þessum tíma um 47% að raunvirði.

Í frétt Klapptrés hér að neðan, sem birtist fyrr á árinu, má skoða þróunina yfir lengra tímabil.

Stefnir í um helmings niðurskurð á Kvikmyndasjóði

Þá er gert ráð fyrir rúmum 6 milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á næsta ári.

Kvikmyndasafn Íslands fær 162,3 milljónir króna á næsta ári, miðað við 159,2 milljónir króna á þessu ári. Hækkunin nemur tæpum 2%.

Framlög til Ríkisútvarpsins fara úr 6,150 milljónum á þessu ári í 6,495 milljónir á því næsta samkvæmt frumvarpinu. Hækkunin nemur 5,6%.

Launasjóður kvikmyndahöfunda mun taka til starfa á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þar verði 60 mánaðarlaunum úthlutað. Ekki er sundurliðað milli einstakra flokka starfslauna listamanna í frumvarpinu, en gera má ráð fyrir að 60 mánaðarlaun nemi á bilinu 33-35 milljónum króna. Launasjóður kvikmyndahöfunda er því fjármagnaður með niðurskurði (tilfærslum) á Kvikmyndasjóði, líkt og rætt var á Alþingi í vor.

Skoða má tölurnar með því að smella á heimildarhlekkinn hér fyrir neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR