SNERTING fer ágætlega af stað í Bandaríkjunum

Snerting (Touch) er í 12. sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir opnunarhelgina, með 470 þúsund dollara í tekjur. Það svarar til rúmlega 64 milljóna króna.

Myndin var frumsýnd á 316 tjöldum. Meðaltal á tjald (screen average) er 1,487 dollarar. Miðað við þessar tekjur má gróflega áætla að þær samsvari í kringum 45 þúsund gestum, sé miðað við meðaltal miðaverðs í bandarískum kvikmyndahúsum.

Fagmiðillinn Deadline kallar þetta „solid start“:

Touch from Focus debuted at 315 theaters in North America. The well-reviewed film is at 95% with critics on Rotten Tomatoes and off to a solid start grossing $470k.A romantic thriller spanning decades and continents follows one man’s emotional journey to find his lost love.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR