KONUNGUR FIÐRILDANNA verðlaunuð í Los Angeles

Heimildamynd Ólafs de Fleur, Konungur fiðrildanna, hlaut dómnefndarverðlaunin á Los Angeles Film Invasion hátíðinni á dögunum.

Myndin fjallar um um Darryll Francis, mann sem sat í fangelsi ranglega sakaður um glæp sem hann átti að hafa framið sem táningur í Los Angeles. Í prísundinni uppgötvaði hann mátt skapandi skrifa og lærði að takast á við fangelsisvistina með húmor að vopni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR