spot_img

Eva Sigurðardóttir leikstýrir Diane Kruger í þáttaröðinni LITTLE DISASTERS fyrir Paramount+ UK

Tökur eru hafnar í Betlandi á þáttaröðinni Little Disasters í leikstjórn Evu Sigurðardóttur (Domino Day, Vitjanir). Hin kunna leikkona Diane Kruger fer með aðalhlutverk.

Þáttaröðin er gerð fyrir Paramount+ UK og byggir á samnefndri skáldsögu Sarah Vaughan. Fjallað er um vináttu og móðurhlutverkið gegnum linsu fjögurra kvenna sem eiga fátt sameiginlegt nema að þær eru nýbakaðar mæður. Þegar Jess (Kruger) fer með kornunga dóttur sína á sjúkrahús vegna höfuðáverka sem hún getur ekki útskýrt, stendur Liz, náin vinkona hennar og vakthafandi bráðamóttökulæknir, frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að kalla til barnaverndaryfirvöld. Þessi ákvörðun setur af stað atburðarás sem reynir mjög á vináttu þeirra sem og fjölskyldur beggja.

Variety skýrir frá.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR