Mikill ávinningur af endurgreiðslunni samkvæmt skýrslu Olsberg SPI

Skýrsla Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af endurgreiðslunni var kynnt á kvikmyndaráðstefnunni í Hörpu í dag.

Marta Moretto, fulltrúi Olsberg SPI kynnti niðurstöður skýrslunnar sem fyrirtækið gerði fyrir stjórnvöld. Fram kom meðal annars að Olsberg SPI gerir ráð fyrir að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð komi 6,8 krónur til baka.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði einnig út af skýrslunni og ræddi aðrar þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa staðið fyrir eða eru í undirbúningi.

Hér má skoða kynningu Moretti og ávarp Lilju.  

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR