Marta Moretto, fulltrúi Olsberg SPI kynnti niðurstöður skýrslunnar sem fyrirtækið gerði fyrir stjórnvöld. Fram kom meðal annars að Olsberg SPI gerir ráð fyrir að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð komi 6,8 krónur til baka.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lagði einnig út af skýrslunni og ræddi aðrar þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa staðið fyrir eða eru í undirbúningi.