FJALLIÐ eftir Ásthildi Kjartansdóttur væntanleg næsta vetur

Fjalllið eftir Ásthildi Kjartansdóttur er nú í eftirvinnslu, en fyrirhugað er að frumsýna hana næsta vetur.

Cineuropa fjallar um myndina.

Myndinni er lýst sem þroskasögu um ást og missi. Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið framávið.

Ásthildur skrifar handrit og leikstýrir. Anna G. Magnúsdóttir framleiðir fyrir Film Partner Iceland ehf og Rebella Filmworks ehf. Meðframleiðandi er Anders Granström.

Með aðalhlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Ísadóra Bjarkardóttir Barney, Sólveig Guðmundsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Anna Svava Knútsdóttir og Vilberg Andri Pálsson.

Bergsteinn Björgúlfsson stýrir kvikmyndatöku og Steffí Thors klippir. Gunnar Árnason sér um hljóðhönnun. Myndvinnsla & VFX er í höndum Bjarka Guðjónssonar hjá Trickshot. Leikmyndahönnuður er Sólrún Ósk Jónsdóttir og búningahöfundur Rebekka Jónsdóttir. Ísak Freyr Helgason sér um förðun.

Tökur fóru fram í Hafnarfirði og á hálendinu síðastliðið haust. Áætlaður kostnaður er um 210 milljónir króna. Verkefnið hlaut stuðning frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Nýsköpunarráðuneytinu. Samfilm dreifir myndinni á Íslandi og Njutafilms í Svíþjóð. Sölufyrirtækið Green Lighting Studio í Svíþjóð annast sölu á heimsvísu.

HEIMILDCineuropa
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR