[Stikla] THE PIPER eftir Erling Óttar Thoroddsen, væntanleg 19. janúar

Hrollvekjan The Piper eftir Erling Óttar Thoroddsen er væntanleg í íslensk kvikmyndahús 19. janúar.

Verkið vísar til þjóðsögunnar um Rottufangarann frá Hamelin (The Pied Piper of Hamelin) en gerist í nútímanum. Ungt tónskáld fær tækifæri lífs síns þegar henni er falið að klára tónverk hins látna lærimeistara síns. En fljótlega tekur hana að gruna að tónlistin laði fram ill öfl. Smám saman rennur upp fyrir henni hinn ógnvekjandi uppruni laglínunnar og að hún hefur vakið upp skelfilega krafta.

Erlingur skrifar og leikstýrir fyrir Millenium Media.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR