Lesendakönnun Klapptrés um bíómynd, heimildamynd og leikna þáttaröð ársins var í gamni gerð. Hún stóð frá 25. desember og lauk í dag, 31. desember.
Hægt var að velja um þær bíómyndir sem frumsýndar voru í kvikmyndahúsum á árinu, heimildamyndir sem frumsýndar voru í kvikmyndahúsum og sjónvarpi og leikið sjónvarpsefni frumsýnt á sjónvarpsstöð eða efnisveitu.
Hvert atkvæði var aðeins talið einu sinni frá hverri ip tölu. Tæknin var aðeins að stríða okkur og lokaði atkvæðagreiðslu í morgun, sem tilkynnt hafði verið að myndi ljúka kl. 14 í dag.
Þátttaka var framar vonum. Alls voru 1348 atkvæði greidd. Klapptré þakkar lesendum þátttökuna.
Niðurstaðan er sem hér segir:
HEIMILDAMYND ÁRSINS 2023:
Heimaleikurinn eftir Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson. Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.
| Heimaleikurinn | 260 |
| Konungur fjallanna | 187 |
| Stormur (þáttaröð) | 39 |
| Soviet Barbara | 35 |
| Skaginn (þáttaröð) | 22 |
| Skuld | 17 |
| Skeggi (þáttaröð) | 14 |
| Baráttan um Ísland (þáttaröð) | 8 |
| Horfinn heimur | 4 |
| Atomy | 3 |
| Endurgjöf | 1 |
| Hristur og fjaðrafok | 1 |
| HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA | 591 |
LEIKIN ÞÁTTARÖÐ ÁRSINS 2023:
Afturelding eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Dóra DNA (Elsa María Jakobsdóttir leikstýrði einnig nokkrum þáttum). Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.
| Afturelding | 160 |
| Iceguys | 93 |
| Venjulegt fólk, 6. syrpa | 54 |
| Heima er best | 27 |
| Arfurinn minn | 24 |
| Svo lengi sem við lifum | 18 |
| HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA | 376 |
BÍÓMYND ÁRSINS 2023:
Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur. Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.
| Villibráð | 118 |
| Kuldi | 100 |
| Volaða land | 50 |
| Á ferð með mömmu | 49 |
| Napóleonsskjölin | 32 |
| Tilverur | 13 |
| Northern Comfort | 11 |
| Óráð | 8 |
| HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA | 381 |













