Besta íslenska bíómyndin, heimildamyndin og þáttaröðin 2023 að mati lesenda Klapptrés

Lesendur Klapptrés hafa talað.

Lesendakönnun Klapptrés um bíómynd, heimildamynd og leikna þáttaröð ársins var í gamni gerð. Hún stóð frá 25. desember og lauk í dag, 31. desember.

Hægt var að velja um þær bíómyndir sem frumsýndar voru í kvikmyndahúsum á árinu, heimildamyndir sem frumsýndar voru í kvikmyndahúsum og sjónvarpi og leikið sjónvarpsefni frumsýnt á sjónvarpsstöð eða efnisveitu.

Hvert atkvæði var aðeins talið einu sinni frá hverri ip tölu. Tæknin var aðeins að stríða okkur og lokaði atkvæðagreiðslu í morgun, sem tilkynnt hafði verið að myndi ljúka kl. 14 í dag.

Þátttaka var framar vonum. Alls voru 1348 atkvæði greidd. Klapptré þakkar lesendum þátttökuna.

Niðurstaðan er sem hér segir:

HEIMILDAMYND ÁRSINS 2023:

Heimaleikurinn eftir Loga Sigursveinsson og Smára Gunnarsson. Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.

Heimaleikurinn 260 
Konungur fjallanna 187 
Stormur (þáttaröð) 39 
Soviet Barbara 35 
Skaginn (þáttaröð) 22 
Skuld 17 
Skeggi (þáttaröð) 14 
Baráttan um Ísland (þáttaröð) 8 
Horfinn heimur 4 
Atomy 3 
Endurgjöf 1 
Hristur og fjaðrafok 1 
HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA 591

LEIKIN ÞÁTTARÖÐ ÁRSINS 2023:

Afturelding eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Dóra DNA (Elsa María Jakobsdóttir leikstýrði einnig nokkrum þáttum). Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.

Afturelding 160 
Iceguys 93 
Venjulegt fólk, 6. syrpa 54 
Heima er best 27 
Arfurinn minn 24 
Svo lengi sem við lifum 18 
HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA 376

BÍÓMYND ÁRSINS 2023:

Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur. Röð og fjöldi atkvæða hvers verks er hér að neðan.

Villibráð 118 
Kuldi 100 
Volaða land 50 
Á ferð með mömmu 49 
Napóleonsskjölin 32 
Tilverur 13 
Northern Comfort 11 
Óráð 8 
HEILDARFJÖLDI ATKVÆÐA 381
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR