SMOKE SAUNA SISTERHOOD valin heimildamynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum

Heimildamynd Önnu Hints, Smoke Sauna Sisterhood (Savvusanna sõsarad), vann til verðlauna sem besta heimildamyndin á verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, sem fram fór í Berlín í Þýskalandi 9. desember.

Myndin er samframleiðsla milli Eistlands, Frakklands og Íslands, og var hún styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands. Hún er framlag Eistlands til Óskarsverðlaunanna 2024.

Hlín Jóhannesdóttir, frá íslenska framleiðslufyrirtækinu Ursus Parvus, er einn meðframleiðenda myndarinnar og tónlist hennar er í höndum Eðvarðs Egilssonar og eistnesku hljómsveitarinnar EETER, en Eðvarð var nýverið tilnefndur til Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunanna fyrir tónlist myndarinnar. Huldar Freyr Arnarson sá um hljóðhönnun.

Í Smoke Sauna Sisterhood er fylgst með konum sem endurheimta styrk sinn í sánaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni, leyndarmálum sem áhorfandinn fær að taka þátt í.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR