Hygge er áfram í öðru sæti á tekjulista danskra dreifingaraðila eftir fjórðu sýningarhelgi.
Myndina sáu tæplega 29 þúsund í vikunni en alls hafa 138,895 manns séð myndina hingað til, samkvæmt tölum frá FAFID, samtökum danskra dreifingaraðila.
Næsta víst er að myndin endi meðal tíu mest sóttu dönsku mynda ársins. Hér má sjá lista yfir aðsókn á danskar myndir ársins.