Ný þáttaröð Ragnars Bragasonar og Jóns Gnarr fær rúmar 18 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Felix og Klara, sem skrifuð er af Ragnari Bragasyni og Jóni Gnarr, hefur hlotið rúmlega 18 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Mystery framleiðir fyrir RÚV.

Gert er ráð fyrir að Felix og Klara verði 10 hálftíma þættir.

Fyrrverandi tollvörðurinn Felix G.Haralds flyst ásamt eiginkonu sinni Klöru í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík og rankar við sér eftir langa starfsævi í innihaldslausum hversdagsleika. Á sama tíma og Klara er frelsinu fegin leitar Felix tilgangs og lítil atvik verða að stórviðburðum.

Ragnar verður leikstjóri þáttanna. Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson framleiða fyrir Mystery. Hið belgíska Lumiere er meðframleiðandi. RÚV ásamt norrænu og Benelux almannastöðvunum fjármagna. Verkið hefur einnig fengið 70 milljón króna vilyrði úr Kvikmyndasjóði. 

Þættirnir eru í undirbúningi en gert er ráð fyrir að tökur hefjist 29. apríl 2024.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR